Úrslit í opna COCA-COLA

Nesklúbburinn

Opna COCA-COLA mótið fór fram í dag við frábærar aðstæður á Nesvellinum.  Mótið sem er elsta opna golfmót á Íslandi var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir nýbakaður Íslandsmeistari í Höggleik  kom sá og sigraði er hún lék hringinn á 66 höggum, eða 6 höggum undir pari vallarins og er það vallarmet á næstöftustu teigum vallarins.  Gísli Kristján Birgisson sigraði í punktakeppninni með 43 punkta en annars urðu helstu úrslit í mótinu eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti:  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 66 högg
2. sæti:  Steinn Baugur Gunnarsson, 71 högg
3. sæti:  Axel Ásgeirsson, 72 högg 

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti: Gísli Kristján Birgisson, 43 punktar
2. sæti: Jens Valur Ólason, 40 punktar
3. sæti: Örn Árnason, 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Árni Guðmundsson, 95cm frá holu
5./14. braut: Sveinn Þór Sigþórsson, 1,93 meter  frá holu

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu Nesklúbbsins.

Öll úrslit má svo sjá á golfbox.