Síðasta púttmót vetrarins fór fram í Risinu síðastliðinn sunnudag. Eins og í öðrum mótum voru veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í bæði karla- og kvennaflokki og urðu úrslit eftirfarandi:
Kvennaflokkur:
1. sæti: Oddný Rósa Halldórsdóttir – 28 högg
2. sæti: Erla Gísladóttir – 31 högg
3. sæti: Þórdís Jónsdóttir -32 högg
Karlaflokkur:
1. sæti: Rúnar Geir Gunnarsson – 27 högg
2. sæti: Friðrik Friðriksson – 27 högg
3. sæti: Ingi Þór Olafsson
Heildarstaða:
Í lok vetrar verða einnig veitt verðlaun í heildarkeppni þar sem að 7 bestu mót hvers og eins telja. Eftir 15 mót er staða 10 efstu eftirfarandi:
1. sæti: Rúnar Geir Gunnarsson – 81 stig
2. sæti: Ingi Þór Olafson – 63 stig
3. sæti: Haukur Óskarsson – 56,5 stig
4. sæti: Friðrik Friðriksson – 52,5 stig
5. sæti: Þórarinn Gunnar Birgisson – 51 stig
6. sæti: Guðjón Davíðsson – 46 stig
7. sæti: Kjartan Steinsson – 41 stig
8. sæti: Eyjólfur Sigurðsson – 38,5 stig
9. sæti: Sigurpáll Scheving – 25,5 stig
10. sæti: Þorkell Helgason
Í framhaldinu var svo lokamótið en sæti í því móti höfðu þeir unnið sér þátttökurétt sem höfðu í einhverju púttmóti vetrarins lent í einu af þremur efstu sætunum (karla- og kvennaflokkur voru teknir sem einn flokkur).
Úrslit í því móti má sjá hér á síðunni í annarri frétt.