Þriðja mótið í októbermótaröðinni var haldið í norðan vindi en ágætis veðri á Nesvellinum í gær. Mótið var eins og venjulega í þessari mótaröð 9 holu punktakeppni og tóku 34 kylfingar þátt sem telst fín mæting miðað við árstíma. Allur ágóði mótanna rennur óskiptur til æfingaferðar unglinga Nesklúbbsins fyrir næsta tímabil. Úrslit mótsins í gær urðu eftirfarandi:
1. sæti – Friðrik J. Arngrímsson – 19 punktar
2. sæti – Ólafur A. Ólafsson – 19 punktar
3. sæti – Hinrik Þráinsson – 17 punktar
Friðrik var með fleiri punkta en Ólafur á síðustu sex holunum og hlýtur því fyrsta sætið. Hinrik sem var einn þriggja kylfinga með 17 punkta, var með bestan árangur á síðustu sex holunum og hlýtur því þriðja sætið. Uppfærð heildarstaða í mótaröðinni verður sett hér a vefinn í vikunni. Næsta mót verður að öllu óbreyttu næskomandi sunnudag og verður auglýst nánar þegar nær dregur.