Úrval-Útsýn mótið í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Opna Úrval-Útsýn mótið fór fram á Nesvellinum í dag við frábærar aðstæður þar sem völlurinn skartaði sínu fegursta og stafalogn var á meðan mótinu stóð.  Það voru rúmlega eitthundrað þátttakendur og komust færri að en vildu.  Við aðstæður sem þessar má alltaf búast við góðum skorum og var það svo sannarlega raunin.  Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum átti hring dagsins þar sem hann lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari og sigraði í höggleiknum.  Hringurinn var „gallalaus“ af hálfu Nökkva þar sem hann fékk engan skolla heldur sex fugla og tólf pör.  Glæsilegur hringur hjá Nökkva sem hlýtur að gefa honum byr undir báða vængi fyrir Meistaramót klúbbsins sem hefst um næstu helgi.  Í punktakeppninni sigraði Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum með 40 punkta en annars voru helstu úrslit mótsins eftirfarandi:

 

Höggleikur: 

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK – 66 högg
2. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK – 68 högg
3. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 71 högg

Punktakeppni:

1. sæti – Helga Kristín Einarsdóttir, NK – 40 punktar
2. sæti – Hákon Sigursteinsson, NK – 40 punktar
3. sæti – Þorsteinn Þorsteinsson, NK – 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Björn Birgir Þorláksson, NK – 16,5 cm frá holu
5./14. braut – Eiður Ísak Broddason, NK – 1,87 metra frá holu