Innheimta árgjalda 2021

Nesklúbburinn

Eins og kom fram á dögunum hefur stjórn klúbbsins ákveðið í ljósi aðstæðna að innheimta, a.m.k. fyrst um sinn, sömu árgjöld og á yfirstandandi ári fyrir árið fyrir árið 2021, en endanleg ákvörðun um árgjöldin er á valdi væntanlegs aðalfundar, sbr. lög félagsins. 

Eins og áður verða félagsmönnum boðnar þrjár leiðir til að standa skil á félagsgjöldum sínum og eru þær eftirfarandi:

1.  VISA/EURO: dreift á allt að 6 jafnar greiðslur, fyrsta greiðsla í byrjun janúar.
2.  Einn greiðsluseðill: Eingreiðsla með gjalddaga 1. janúar 2021 og eindaga 15. janúar 2021.
3.  Fjórir greiðsluseðlar: Dreift á fjórar jafnar greiðslur, gjalddagar 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl og eindagar 15. hvers mánaðar.

Hafi greiðslufyrirkomulagið verið með öðrum hætti á síðasta ári helst það óbreytt nema um annað sé beðið.  Þeir sem vilja breyta greiðslufyrirkomulagi sínu frá fyrra ári þurfa að láta vita á netfangið nkgolf@nkgolf.is fyrir þriðjudaginn 17. desember – ekki verður tekið við breytingum eftir þann tíma.

ATH: það þarf EKKI að láta vita ef greiðslufyrirkomulag skal haldast óbreytt frá fyrra ári

Ákveði félagsmaður að hætta í klúbbnum væri heppilegasti tíminn til þess að láta vita af því núna en þó eigi síðar en 15. febrúar.  Berist úrsögn eftir þann tíma fást félagsgjöld ekki endurgreidd nema gegn framvísun læknisvottorðs.  Úrsögn skal tilkynna á netfangið: nkgolf@nkgolf.is