Völlurinn í vetrarbúning á morgun

Nesklúbburinn

Þar sem að spáð hefur verið frosti næstu daga verður tekið útaf sumarflötum á morgun, föstudaginn. 23. október.   Búið er að slá og undirbúa teiga og vetrarflatir sem verða notaðar fyrir þá kylfinga sem vilja leika völlinn áfram. Þess ber að geta að eins og alltaf á þessum tíma árs er völlurin EINGÖNGU OPINN FYRIR FÉLAGSMENN NESKLÚBBSINS.