Völlurinn í vetrarbúning

Nesklúbburinn Almennt

Völlurinn hefur nú verið klæddur vetrarbúningi.  Það þýðir að leikið verður af vetrarteigum og inn á vetrarflatir.  Þetta er gert vegna frosts í jörðu og verður það metið þegar að lengra líður hvort farið verður aftur inn á sumarflatir ef veður leyfir.

Sú breyting verður á í vetur að vellinum verður ekki breytt, þ.e. „gamli völlurinn“ leikinn, heldur verður leikið niður eftir 2., 3., og 4. braut eins og völlurinn að öllu jafna er á sumrin.

Það skal tekið fram að völlurinn er sem fyrr eingöngu opinn félagsmönnum Nesklúbbsins.