Formannspistill – sumarið sem við bíðum enn eftir….

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Samkvæmt dagatalinu er komið að sumarlokum og haustið að taka við. Það má alveg spyrja sig hvort þetta sumar hafi nokkuð komið, alla vega hafa veðurguðirnir ekki verið í neinu spariskapi síðustu mánuði og varla man maður eftir eins miklu roki og hefur verið í sumar. Það hafa þó komið dagar á milli og þá hefur ásókn á …

Meistaramótinu í betri bolta frestað

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramótinu í betri bolta sem halda átti næstkomandi laugardag hefur verið frestað sökum slæmrar veðurspár.  Þeir sem greitt hafa þátttökugjald vinsamlegast sendið kvittunina sem þið fenguð við skráningu á netfangið haukur@nkgolf.is og greiðslan verður bakfærð. Virðingarfyllst, Mótanefnfd

Íslandsmót haldið á Nesvellinum um helgina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Af gefnu tilefni vegna mikils uppgangs í barnastarfi klúbbsins sem vakið hefur athygli golfhreyfingarinnar sem og 60 ára afmælis Nesklúbbsins í ár leitaði Golfsamband Íslands til okkar um að halda Íslandsmót 14 ára og yngri nú um helgina.  Mótið verður haldið frá föstudegi til sunnudags og eru um 100 börn skráð til leiks.  Við vonum að félagsmenn sýni …

Glæsilegt vallarmet í OPNA COCA-COLA – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina.  Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf  og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Ólafur Marel Árnason gerði sér lítið og lék hringinn á …

Opna Coca-Cola verður á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Opna COCA – COLA mótið, elsta opna golfmót á Íslandi fer nú fram í 63. skiptið í ár á Nesvellinum sunnudaginn 11.ágúst . Rástímar eru frá kl. 08.00 – 10.00 og 13.00 – 15.00. Mótsfyrirkomulag: Höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf gefin: karlar: 28 (teigar 49) og Konur: 28 (teigar 44). VERÐLAUN: Höggleikur: 1. sæti:  40.000 kr. gjafabréf …

Dagbjartur sigraði Einvígið á Nesinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag.  Þetta var í 28. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Umhyggju, félags sem vinnur með hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi. Sigurvegari mótsins varð að lokum Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir …

Einvígið á Nesinu fer fram á mánudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið mánudaginn 5. ágúst, á Frídegi verslunarmanna. Mótið er haldið í samstarfi við ARION BANKA og er þetta í tuttugasta og áttunda skipti sem það fer fram. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra …

Öldungabikarinn – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Öldungabikar Nesklúbbsins lauk í gærkvöldi og var það að lokum Kristján Björn Haraldsson sigraði sannfærandi að þessu sinni. Sigurður Pétursson knattspyrnukappi var hástökkvari mótsins. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigrana.