NTC hjóna- og paramótið er á laugardaginn – skráning í gangi

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hið glæsilega og stórskemmtilega NTC hjóna- og paramót verður haldin á laugardaginn.   Það verður öllu tjaldað til í þessu veglega móti, skráning er hafin á golf.is og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning í mótið má sjá á golfbox eða með því að smella hér.  Skráningu lýkur á föstudaginn kl. 11.00. Ath. það …

Fleiri rástímar, reglur og viðurlög – þetta þarftu að lesa….

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú er búið að bæta við rástímum á milli kl. 06.00 og 07.00 á morgnanna.  Rástímar á þessum tíma eru eingöngu fyrir tveggja manna holl og eru 8 mínútur á milli rástímanna.  Hér eftir er því nauðsynlegt að bóka sig á rástíma á þessum tímum.  ATH: að þeir sem mæta án þess að skrá sig á rástíma er …

Góð þátttaka og árangur Neskrakka í Nettó mótinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Þriðja mót Unglingamótaraðarinnar og annað mót Golf 14 fóru fram um helgina hjá GKG og átti Nesklúbburinn 14 þátttakendur í mótunum. Júlí Róbert Helgason og Felix Leó Helgason lentu í 2. og 3. sæti í flokki 12 ára og yngri drengja, sem spiluðu 9 holur á Mýrinni, og Elísabet Þóra Ólafsdóttir endaði í 3. sæti í flokki 14 ára og …

OPNA NESSKIP ÚRSLIT

Nesklúbburinn Almennt

OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum í gær.  Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir höggleiks- og punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum.  Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Helstu úrslit í mótinu …

OPNA NESSKIP ER Á LAUGARDAGINN

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

laugardaginn 7. júní, verður OPNA NESSKIP haldið á Nesvellinum.  OPNA NESSKIP er 18 holu mót þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Leikið verður eftir bæði punkta og höggleiks fyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hér fyrir neðan er nýjasti Formannspistill minn sem var skrifaður og sendur út í síðustu viku en vegna tæknilegrar bilunar í póstkerfinu okkar náði hann aldrei í gegn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.  Okkur skilst að nú sé þetta loksins komið í lag þannig að við reynum aftur. Kæru félagar, Golfvertíðin er farin af stað með látum og það er erfitt …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Golfvertíðin er farin af stað með látum og það er erfitt að kvarta yfir veðrinu sem hefur leikið við okkur síðustu daga. Völlurinn er að koma vel undan vetri þó vissulega hann eigi aðeins í land með að ná þeim gæðum sem við viljum geta boðið upp á.  það eru helst flatirnar sem því miður fengu í sig …

Glæsilegur árangur Nesklúbbsins á Golf 14 og unglingamótaröðinni í Sandgerði

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Um helgina fór fram annað mót Unglingamótaraðar GSÍ og fyrsta mót Golf14 mótaraðarinnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Nesklúbburinn átti 10 keppendur á Golf14 mótinu sem stóðu sig með mikilli prýði og náðu þrír þeirra verðlaunasæti í sínum flokkum. Elísabet Þóra Ólafsdóttir sigraði 36 holu mót 14 ára og yngri stúlkna, og í 9 holu móti 12 ára og yngri drengja …

Nokkur sæti laus í BYKO mótið á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það eru nokkur sæti laus í Byko mótið sem verður haldið á morgun.  Mótið er 9 holu innanfélagsmót og verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin, besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á par 3 brautum. Verðlaun: Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO Punktakeppni: 1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO 2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO 3. sæti: …

Skráning hafin í BYKO

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Byko mótið verður haldið laugardaginn 24. maí og er 9 holu innanfélagsmót.  Veitt verða verðlaun fyrir fimm fyrstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaunum á par 3 brautum. Hámarksforgjöf gefin er: 28 Verðlaun: Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO Punktakeppni: 1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO 2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO 3. sæti: 15.000 gjafabréf í …