Kæru félagar, Á dögunum var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins. Mætingin var mjög góð og sköpuðust líflegar, gagnlegar og skemmtilegar umræður á fundinum. Vil ég byrja á að þakka það traust sem mér var sýnt varðandi umboð til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Ég virkilega brenn fyrir klúbbinn og hef mikinn áhuga á að sjá hann halda áfram að vaxa …
Opnunartími Nesvalla yfir hátíðarnar
Opnunartími Nesvalla yfir hátíðarnar verður eftirfarandi: 21. desember – Opið 10:00 – 15:00 og 18:00 – 23:00 22. desember – Opið 10:00 – 15:00 23. desember – Lokað 24. desember – Lokað 25. desember – Lokað 26. desember – Lokað 27. desember – Opið 10:00 – 15:00 og 17:00 – 23:00 28. desember – Opið 10:00 – 15:00 og 18:00 …
MÓTASKRÁIN 2024
Mótaskráin 2024 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá. Þar má sjá öll mót sem haldin verða á vegum klúbbsins. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt verður inni á golfbox þegar nær dregur undir „upplýsingar“ um hvert mót. Meistaramótið verður sömu viku og síðasta sumar …
Vantar þig jólagjöf fyrir kylfinginn?
Klippikort á Nesvelli er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja viðhalda sveiflunni allt árið og spila frábæra velli. Gjafabréf í golfkennslu er einnig góð gjöf fyrir þá sem vilja skerpa á leiknum sínum fyrir sumarið. Klippikort á Nesvelli, tveir möguleikar í boði: 18.750 kr. – 10×30 mínútur, gildir fyrir kl 15:00 á virkum dögum. 22.500 kr. – 10×30 mínútur, gildir …
Þú átt inneign á Nesvöllum – golf í 20 stiga hita og logni
Kæri félagi, Eins og fram hefur komið og samþykkt var á aðalfundi í lok nóvember síðastliðnum að þá greiða félagsmenn nú kr. 5.000 sem eru inni í heildarupphæð félagsgjaldanna 2024. Fyrir þessar kr. 5.000 fá félagsmenn kr. 10.000 sem inneign í Trackman golfhermum klúbbsins á Nesvöllum, glæsilegri inniaðstöðu klúbbsins á Austurströnd 5. Athugið að þetta á eingöngu við félagsmenn 26 …
Átt þú eitthvað í óskilamunum?
Á Nesvöllum (Austurströnd 5) er töluvert magn af óskilamunum frá golfvellinum í sumar. Um er að ræða föt, húfur, skó, golfhanska, headcover og annað smádót. Óskilamunirnir verða geymdir til og með 20. desember en eftir þann dag verða þeir gefnir í Rauða krossinn eða fargað á viðeigandi hátt. Við hvetjum alla sem týndu einhverju á golfvellinum í sumar til að …
Innheimta félagsgjalda 2024
Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú líður að innheimtu félagsgjalda 2024. Félagsgjöld fyrir árið 2024 voru samþykkt á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER. Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að skrá þig inn á SPORTABLER og ráðstafa þínu …
Innheimta árgjalda 2024
Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú líður senn að innheimtu félagsgjalda 2024. Félagsgjöld fyrir árið 2024 voru samþykkt samhljóða á aðalfundi klúbbsins þriðjudaginn 28. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í undanfarin ár innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER. Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur muntu þurfa að skrá þig inn á …
Aðalfundur Nesklúbbsins 2023 haldinn í gær
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í Hátíðarsal Gróttu í gær, þriðjudaginn 28. nóvember. Fundurinn var fjölmennur í þetta skiptið þar sem rétt tæplega 100 félagsmenn mættu. Helstu dagskrárliðir voru þeir að Þorsteinn Guðjónsson formaður klúbbsins gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og þá gerði Guðrún Valdimarsdóttir, gjaldkeri grein fyrir reikningunum sem voru svo lagðir fram til atkvæðagreiðslu af fundarstjóra …
Aðalfundurinn er í húsakynnum Gróttu á SUÐURSTRÖND
Kæru félagar, Í gær var send út tilkynning með kynningu frambjóðenda til stjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í kvöld. Það kom fram að aðalfundurinn færi fram í hátíðarsal Gróttu við Austurströnd. Hið rétta er að sjálfsögðu hátíðarsalur Gróttu sem er á Suðurströnd 8 eins og fram kom í fundarboðinu sjálfu og leiðréttist það hér með.