Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Meistaramótinu lauk nú á dögunum. Það ánægjulegt að segja frá því að þátttakendur í ár voru 224, sem er metþátttaka. Það er þó enn ánægjulegra hversu vel mótið fór fram og sjá hvernig gróskan í barna og unglingastarfinu er að skila sér út á völlinn, en skýr dæmi um það eru að 37 tóku þátt í meistaramóti barna …

Laus pláss á golfleikjanámskeið barna næstu vikur

Nesklúbburinn Póstlistar allir

Golfkleikjanámskeið Nesklúbbsins halda áfram næstu vikur og eru fjögur námskeið eftir þetta sumarið. Aðsóknin hefur verið frábær það sem af er sumri og hafa 188 krakkar mætt á eitt eða fleiri námskeið hjá okkur í sumar. Golfleikjanámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7-14 ára, óháð því hvort að þau séu meðlimir í Nesklúbbnum eða ekki.  Markmiðið með námskeiðunum er að …

Lokahóf MEISTARAMÓTSINS 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund. Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR hjá …

Meistaramótið 2023 – línur að skýrast

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramótið í fullorðinsflokkum hófst í gær þegar 8 flokkar hófu leik í veðurblíðunni sem tók á móti keppendum á fyrsta degi mótsins.  Það var heldur hvassara í dag þegar leið á daginn en engu að síður frábær tilþrif og línur farnar að skýrast í nokkrum flokkum.  Á morgun klára heldri flokkarnir sitt mót þegar þeir keppendur sem þar eru leika …

Metþátttaka í 59. Meistaramóti klúbbsins 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það var engu líkara en að verið væri að selja miða á stórviðburð í Hörpunni í gærkvöldi þegar skráningarfrestur í Meistaramótið var að renna út.  Slíkt var álagið á Golfbox þegar skráningarnar hrönnuðust inn á lokametrunum og endaði það svo að nýtt met var slegið í Meistaramóti klúbbsins.  Blessunarlega annaði Golfboxið öllu og eru nú 222 þátttakendur skráðir til leiks.  …

Meistaramótið 2023 – lokadagur skráningar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokadagur til að skrá sig í Meistaramótið er í dag og lýkur skráningu kl. 22.00 í kvöld.  Mjög góð þátttaka er komin í mótið og stefnir allt í glimrandi veislu og stemningu þar sem meira að segja veðurguðirnir stefna á að bjóða okkur upp á bjarta daga.  Við hvetjum því alla sem ætla að taka þátt að skrá sig fyrir …

Meistaramótið 2023 – skráning

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nú eru aðeins tveir dagar í að skráningu lýkur í Meistaramótið 2023 og viljum við hvetja alla sem ætla að vera með að skrá sig.  Skráningu lýkur formlega núna á miðvikudaginn, 28. júní kl. 22.00. Niðurröðun flokka og allar aðrar upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni undir „mótaskrá“. Hægt er að skrá sig á Golfbox eða með því að smella …

Meistaramótið 2023 – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í dag, þriðjudaginn 20. júní hefst skráning í fullorðinsflokkum fyrir 59. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 28. júní – 8. júlí.  Skráning fer nú í fyrsta um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox) eða á skrifstofu klúbbsins (sími 561-1930) á milli kl. 09.00 og 17.00.  Þannig höfum við hvatt möppuna góðu með virtum enda hefur allt sinn tíma …

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

OPNA ICELANDAIR mótið sem haldið verður á Þjóðhátíðardeginum sjálfum 17. JÚNÍ eins og venjulega er eitt stærsta mótið sem haldið er á Nesvellinum ár hvert.   Mótið er opið 9 holu mót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum. Hámarksforgjöf gefin í mótinu: 28 VERÐLAUN: Höggleikur: 1. …

Golfkennsla hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Sumarið mun koma og þá er sko eins gott að vera tilbúin/n.  Þarftu að fínpússa sveifluna eða er kannski bara allt í skrúfunni og þú þarft að koma þér aftur á sporið?  Ef annaðhvort er, nú eða bara að þú vilt ná enn lengra í golfinu, þá starfa við golfkennslu hjá Nesklúbbnum tveir snillingar sem geta hjálpað þér.  Þeir Guðmundur …