Hrós á þig

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar Aukaaðild

Kæru félagar, Frá upphafi tímabils höfum við lagt okkur fram við að koma ýmsum skilaboðum til ykkar félagsmanna.  Með þessum skilaboðum höfum við haft það markmið að biðla til ykkar félagsmanna um að taka höndum saman við að halda annarsvegar vellinum snyrtilegri og hinsvegar að halda uppi góðu flæði á vellinum – eða í raun bara á endanum að gera …

Íslandsmeistarar golfklúbba í flokki 14 ára og yngri stúlkna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær lauk keppni í Íslandsmóti golfklúbba í barna- og unglingaflokkum. Á Kirkjubólsvelli í Sandgerði var keppt í flokki 14 ára og yngri (u14). Nesklúbburinn sendi eitt strákalið og eitt stelpulið til keppni. Í stúlknaflokki var spiluð holukeppni í fimm liða deild, þar sem öll liðin spiluðu við hvert annað. Eftir góðan sigur á GK á miðvikudaginn, og sigur á …

Skráning er hafin í Meistaramótið 2025

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Skráning er nú hafin í fullorðinsflokkum fyrir 61. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 5. júlí – 12. júlí.  Skráning fer fram á Golfbox (smella hér). Allt um Meistaramótið 2025 má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/Meistaramótið. Taflan sem sýnir áætlaða leikdaga má sjá með því að smella hér en hún sýnir hvaða daga viðkomandi flokkar leika.  Frekari …

Frá Stuart Vallarstjóra

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hello members, I hope you’ve all been enjoying the glorious weather we’ve had over the past few weeks. It’s certainly been a pleasure for the staff and me to be out working in the sun. That said, week 23 told a different story — with winds reaching 26m out on the course, the greens took a bit of a hit. …

Tvö laus pláss í hjóna- og parakeppnina á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar Aukaaðild

Vegna forfalla er laust fyrir tvö pör í NTC hjóna- og parakeppnina á morgun.  Það er geggjuð veðurspá og um að gera að taka þátt í þessu stórskemmtilega móti. Nánari upplýsingar og skráning í mótið má sjá á golfbox eða með því að smella hér.  Skráningarfrestur til kl. 18.00 í dag. Ath. það þarf að skrá báða einstaklinga inn í mótið …

Gleði á golfhátíð á Akranesi

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Dagana 10.–11. júní tóku ellefu krakkar úr Nesklúbbnum þátt í skemmtilegri golfhátíð á Akranesi fyrir 11–14 ára kylfinga. Um 80 þátttakendur úr 10 golfklúbbum komu saman og nutu fjölbreyttrar dagskrár sem íslenskir landsliðs- og atvinnukylfingar stýrðu. Á dagskránni voru fjölbreyttir golftengdir leikir og þrautir, en einnig var boðið upp á spurningakeppni, sundferð og gistingu í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hátíðin heppnaðist einstaklega …

Kríuvarp og gönguleiðin á milli 8. og 9. braut

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir, Póstlistar Aukaaðild

Kæru félagar, Af gefnu tilefni viljum við taka fram að nú hafa kríurnar okkar orpið og því er afar mikilvægt hafa í huga að það er stranglega bannað að fara inn í kríuvarpið á 9. braut og fyrir aftan flötina á 6. flöt til að sækja boltann.  Það eru fallreitir við bæði kríuvörpin þar sem við látum nýjan bolta falla …

NTC hjóna- og paramótið er á laugardaginn – skráning í gangi

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hið glæsilega og stórskemmtilega NTC hjóna- og paramót verður haldin á laugardaginn.   Það verður öllu tjaldað til í þessu veglega móti, skráning er hafin á golf.is og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar og skráning í mótið má sjá á golfbox eða með því að smella hér.  Skráningu lýkur á föstudaginn kl. 11.00. Ath. það …

Fleiri rástímar, reglur og viðurlög – þetta þarftu að lesa….

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú er búið að bæta við rástímum á milli kl. 06.00 og 07.00 á morgnanna.  Rástímar á þessum tíma eru eingöngu fyrir tveggja manna holl og eru 8 mínútur á milli rástímanna.  Hér eftir er því nauðsynlegt að bóka sig á rástíma á þessum tímum.  ATH: að þeir sem mæta án þess að skrá sig á rástíma er …

Góð þátttaka og árangur Neskrakka í Nettó mótinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Þriðja mót Unglingamótaraðarinnar og annað mót Golf 14 fóru fram um helgina hjá GKG og átti Nesklúbburinn 14 þátttakendur í mótunum. Júlí Róbert Helgason og Felix Leó Helgason lentu í 2. og 3. sæti í flokki 12 ára og yngri drengja, sem spiluðu 9 holur á Mýrinni, og Elísabet Þóra Ólafsdóttir endaði í 3. sæti í flokki 14 ára og …