Púttmótaröð NK

Nesklúbburinn Tilkynningar

Púttmótaröð Nesklúbbsins var haldin í fyrsta skipti í fyrra og vakti mikla lukku á meðal þátttakenda.  Ætlunin er því að taka þráðinn upp aftur og halda samskonar mót á sunnudögum milli kl. 11.00 og 13.00.  Fyrsta mótið verður haldið sunnudaginn 16. janúar í Laugardalshöllinni.  Nánari útlistun á fyrirkomulagi kemur fljótlega eftir áramót.