Púttmótaröðin hefst á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt

Púttmótaröð Nesklúbbsins

Fyrsta púttmótið í púttmótaröð Nesklúbbsins verður haldið í Laugardalshöll sunnudaginn 16. janúar og það síðasta 17. apríl.  Alls eru þetta því 14 sunnudagar á milli kl. 11.00 og 13.00 (ath. leik þarf að vera lokið kl. 13.00).  Fyrirkomulag er eftirfarandi:

Heildarkeppni:

Í heildarkeppninni eru gefin stig fyrir árangur hverju sinni.  Leiknar eru 18 holur og kostar hver hringur kr. 500.-  Heimilt er að spila fleiri en einn hring hverju sinni og kostar hver aukahringur einnig kr. 500 en eingöngu besti hringurinn gildir hverju sinni. Stigagjöf á hverjum leikdegi verður eftirfarandi:

  1. sæti – 12 stig
  2. sæti – 10 stig
  3. sæti – 8 stig
  4. sæti – 7 stig
  5. sæti – 6 stig
  6. sæti – 5 stig
  7. sæti – 4 stig
  8. sæti – 3 stig
  9. sæti – 2 stig
  10. sæti – 1 stig

Sunnudaginn 17. apríl verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í heildarstigafjölda.

Hvern sunnudag:

Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti á hverjum sunnudegi.

Lokamót:

Sunnudagurinn 17. apríl verður tvískiptur.  Annarsvegar hefðbundin púttkeppni samkvæmt ofangreindu fyrirkomulagi.  Að því loknu hefst lokamótið en þátttökurétt í því móti hafa allir þeir er lent hafa í þremur efstu sætunum einhvern sunnudag.  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í því móti.

Reglugerð og staðarreglur mótsins er á staðnum en allar nánari upplýsingar veita Nökkvi (893-4022) og Haukur (860-1358).

ATH.  Ekki er skylda að taka þátt í mótinu hverju sinni heldur er fólki frjálst að mæta, taka pútthring og njóta góðs félagsskapar.  Aðeins fullgildum meðlimum Nesklúbbsins er heimil þátttaka.