Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Meistaramótinu lauk nú á dögunum. Það ánægjulegt að segja frá því að þátttakendur í ár voru 224, sem er metþátttaka. Það er þó enn ánægjulegra hversu vel mótið fór fram og sjá hvernig gróskan í barna og unglingastarfinu er að skila sér út á völlinn, en skýr dæmi um það eru að 37 tóku þátt í meistaramóti barna …

Laus pláss á golfleikjanámskeið barna næstu vikur

Nesklúbburinn Póstlistar allir

Golfkleikjanámskeið Nesklúbbsins halda áfram næstu vikur og eru fjögur námskeið eftir þetta sumarið. Aðsóknin hefur verið frábær það sem af er sumri og hafa 188 krakkar mætt á eitt eða fleiri námskeið hjá okkur í sumar. Golfleikjanámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7-14 ára, óháð því hvort að þau séu meðlimir í Nesklúbbnum eða ekki.  Markmiðið með námskeiðunum er að …

Myndir úr Meistaramótinu 2023

Nesklúbburinn Almennt

Hann Guðmundur Kr. Jóhannesson ljósmyndari og félagsmaður í Nesklúbbbnum var með myndavélina á lofti í Meistaramótinu eins og venjulega og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.  Við hvetjum ykkur til að skoða þessar frábæru myndir inni á heimasíðunni hans, naermynd.is eða með því að smella hér.

Skráning hafin í öldungabikarinn 2023

Nesklúbburinn Almennt

Öldungabikarinn er stórskemmtilegt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur.  Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar.  Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag.  Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér).  Leikdagar eru 18., 19. og 20. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem eru  …

Karlotta og Magnús Máni klúbbmeistarar 2023

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramóti Nesklúbbsins 2023 lauk á laugardaginn og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Magnús Máni Kjærnested sem sigraði í Meistaraflokki karla.  Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.  Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér.

Lokahóf MEISTARAMÓTSINS 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund. Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR hjá …

Meistaramótið 2023 – línur að skýrast

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramótið í fullorðinsflokkum hófst í gær þegar 8 flokkar hófu leik í veðurblíðunni sem tók á móti keppendum á fyrsta degi mótsins.  Það var heldur hvassara í dag þegar leið á daginn en engu að síður frábær tilþrif og línur farnar að skýrast í nokkrum flokkum.  Á morgun klára heldri flokkarnir sitt mót þegar þeir keppendur sem þar eru leika …

59. Meistaramótið í fullorðinsflokkum hófst í morgun

Nesklúbburinn Almennt

Morgunsól og blanka logn umlék keppendur í fyrstu ráshópunum sem hófu leik í 59. Meistaramóti Nesklúbbsins í morgun.   Það var þriðj flokkur karla sem réð á vaðið og má hér sjá mynd af fyrsta ráshópnum sem hóf leik kl. 07.30 að staðartíma.  Framundan er svo algjör golfveisla næstu 8 daga þegar keppt verður í 13 flokkum.  Hvetjum við áhugasama til …

Meistaramóti barna og unglinga lokið

Nesklúbburinn Almennt

Það var heldur betur stuð og stemning á vellinum í gær þegar lokadagur Meistaramótsins í barna og unglingaflokkum fór fram.  það voru rétt um 40 krakkar sem tóku þátt í mótinu og voru leiknir þrír hringir.  Að móti loknu var svo haldin uppskeruhátið þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum en öll úrslit má sjá á …

Uppfærð rástímatafla fyrir Meistaramótið 2023

Nesklúbburinn Almennt

Gera þurfti smávægilegar breytingar á rástímatöflunni í samræmi við þátttöku og niðurröðun í flokkana.  Með því að smella hér má sjá uppfærða rástímatöflu. Meistaramótsnefnd