Lokadagur til að skrá sig í Meistaramótið er í dag og lýkur skráningu kl. 22.00 í kvöld. Mjög góð þátttaka er komin í mótið og stefnir allt í glimrandi veislu og stemningu þar sem meira að segja veðurguðirnir stefna á að bjóða okkur upp á bjarta daga. Við hvetjum því alla sem ætla að taka þátt að skrá sig fyrir …
Opnun á rástíma
Meistaramót barna- og unglinga fer fram á morgun, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Nú þegar búið er að raða þeim niður á rástíma var hægt að opna fyrir skráningu fyrir félagsmenn í kringum mótið alla dagana. Um leið biðjum við alla um að sýna krökkunum tillitssemi þar sem mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.
Meistaramótið 2024 – skráning er hafin
Kæru félagar, Skráning er nú hafin í fullorðinsflokkum fyrir 60. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 3. júlí – 13. júlí. Skráning fer fram á Golfbox (smella hér). Allt um Meistaramótið 2024 má nú sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/Meistaramótið. Rástímataflan sem sýnir áætlaða leikdaga má sjá með því að smella hér en hún sýnir hvaða daga viðkomandi flokkar leika. Frekari …
Við verðum að gera miklu betur – tökum höndum saman
Kæru félagar, Umgengni um völlinn okkar er því miður ekki til sóma og við þurfum að gera miklu betur. Vallarstarfsmenn vinna hörðum höndum á hverjum degi að því að gera völlinn eins góðan fyrir okkur og kostur er. Það er því sorglegt að horfa upp á hversu mikil vinna fer í að lagfæra atriði sem við kylfingarnir skiljum eftir okkur. …
Við eigum 60 ára afmæli – Vertu með
Kæru félagar, Þau merku tímamót eru í ár að Golfkúbbur Ness – Nesklúbburinn varð 60 ára í apríl síðastliðinn. Af því tilefni ætlum við að halda afmælisgolfmót þann 30. júní næstkomandi. Mótið er innanfélagsmót og ætlum við að fjölmenna og fagna þessum merkisáfanga klúbbsins saman. Ræst verður út frá klukkan 08.00 og er að sjálfsögðu öllum félagsmönnum boðið að taka …
Golfnámskeið 8. og 15. júlí
Guðmundur Örn og Magnús Máni, golfkennarar Nesklúbbsins, verða með golfnámskeið í byrjun júlí. Námskeiðið er 2x 2 klst og verður kennt 15:00-17:00 mánudagana 8. júlí og 15. júlí. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 8 manns. Verð = 30.000kr á mann. Innifalið í verðinu er golfkennsla, æfingaboltar á námskeiðinu og leiga á golfkylfum fyrir þau sem þurfa. Nemendum á námskeiðinu stendur til …
OPNA ICELANDAIR – úrslit
Opna ICELANDAIR mótið fór fram á Nesvellinum á mánudaginn. Það voru tæplega 200 þátttakendur skráðir í mótið sem er 9 holur og voru veitt verðulaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik án forgjafar og í punktakeppni með forgjöf ásamt nándarverðlaunum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Bragi Arnarson, GR – 32 högg (eftir bráðabana) 2. sæti: Sindri Már Friðriksson …
NTC hjóna- og parakeppni – úrslit
Síðustu helgi fór fram hin árlega hjóna- og parakeppni sem haldið var í samstarfi við NTC. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: sæti: Ásgeir Bjarnason og Sigríður Hafberg sæti: Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Sigurður Nordal sæti: Guðbrandur Leósson og Gunnhildur Tryggvadóttir Nándarverðlaun: 2./11. braut: Laufey Hafsteinsdóttir – 4,36 metra frá holu 5./14. braut: Ólafur Marel – 3,66 metra frá holu 9./18. braut: …
OPNA Nesskip – úrslit
OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum um helgina. Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum. Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: …
Einnarkylfukeppni kvenna á þriðjudaginn
Einnarkylfu keppni NK kvenna, þriðjudaginn 11.júní, kl.17.00 Hið vinsæla einnarkylfu keppni okkar fer fram á þriðjudaginn nk. 11.júní. Leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum. Mæting er kl.17:00. Ræst verður út á öllum teigum kl.17:50 og spilaðar 9 holur. Athugið, hámarksfjöldi í mótinu eru 63 konur – fyrstar …