Til stendur að fara með unglinga Nesklúbbsins í æfingaferð til Spánar í vor. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvert farið en það verður gert von bráðar.
Fjáröflun:
Sala á húfum: Undanfarið hafa nokkrar mæður þeirra unglinga sem hafa skráð sig í ferðina hist nokkur kvöld í klúbbhúsinu með saumavélarnar sínar, saumað og skemmt sér konunglega í leiðinni. Húfurnar eru úr flísefni og merktar með merki klúbbsins (sjá mynd). Þær eru til í tveimur litum, hvítu og svörtu og í þremur stærðum.
Allar nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á póstfangið nkfjaroflun@hotmail.com eða í síma: 864-9125 (Áslaug).
Fyrir jólin hefst svo sala á kertum og má nálgast frekari upplýsingar um það hér á síðunni fljótlega.