Helga Matthildur stigameistari í októbermótaröðinni

Nesklúbburinn Unglingastarf

Eins og áður hefur komið fram voru mótin í októbermótaröðinni í umsjá foreldraráðs Nesklúbbsins og rennur allur ágóði mótanna til styrktar æfingaferðar krakka- og unglinga klúbbsins næstkomandi vor.  Upphaflega stóð til að halda fimm mót, þ.e. alla sunnudaga í október.  Vegna veðurs þurfti því miður að aflýsa síðasta mótinu og voru það því fjögur mót sem töldu til stigameistara mótaraðarinnar.  Stigagjöfin í hverju móti var eftirfarandi:

1. sæti gaf 5 stig

2. sæti gaf 4 stig

3. sæti gaf 3 stig

4. sæti gaf 2 stig

5. sæti gaf 1 stig

Úrslit urðu svohljóðandi að jafnar í fyrsta til öðru sæti voru þær Helga Matthildur Jónsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttir með 7 stig.  Var þá reiknað út hvor þeirra fékk síðar fleiri stig og var það því að lokum Helga Matthildur sem stóð uppi sem sigurvegari og því stigameistari Okóbermótaraðarinnar 2011.