Bílabón – fjáröflun unglinga

Nesklúbburinn Unglingastarf

Næstkomandi sunnudag munu unglingar í Nesklúbbnum bjóða fólki að koma með bíla sína í alþrif.  Um er að ræða háþrýstibað, þrif (með svömpum) og bón að utan.  Þurrkað verður af að innan, rúður pússaðar og ryksugað.

Staður: Bygggarðar 12 (hægra megin), Seltjarnarnesi

Stund: Sunnudagurinn 27. mars

Verð: Fólksbílar kr. 6.000 — Jeppar kr. 8.000.  Það verður posi á staðnum.

Fyrstu tímarnir eru áætlaðir kl. 10.00 og að vanda gildir lögmálið fyrstur kemur fyrstur fær.

Fyrir skráningu og/eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á netfangið: nkfjaroflun@hotmail.com  eða hringið í síma 864-9125 og tíma verður úthlutað.  Vinsamlegast gefið upp nafn, bíltegund og símanúmer við skráningu.

Unglinganefnd