Púttmót – bílabón og getraunakaffi

Nesklúbburinn Almennt

Eins og áður hefur komið fram verður ekki púttmót núna á sunnudaginn vegna útleigu Laugardalshallarinnar.  Næsta púttmót verður sunnudaginn 3. apríl kl. 11.00.

Á laugardaginn verður að sjálfsögðu getraunakaffi úti í golfskála á milli kl. 11.00 og 13.00.

Á sunnudaginn er svo bílabón sem lesa má nánar um í fréttinni hér að neðan.

Bæði getraunakaffið og bílabónið er til styrktar unglingastarfi klúbbsins.