Helga Kristín Einarsdóttir valin efnilegasti kylfingur Nesklúbbsins 2011

Nesklúbburinn Unglingastarf

Í kvöld fór fram uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs Nesklúbbsins árið 2011. 20 gallvaskir krakkar mættu í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og spiluðu keilu og gæddu sér á ljúffengum pizzum. Ágæt tilþrif sáust í keilunni þótt flestir ef ekki allir búi yfir meiri leikni með kylfunni.

Eftir matinn og keiluna voru síðan afhent verðlaun fyrir góða frammistöðu á árinu. Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningar að þessu sinni:

Fyrir framfarir á árinu 2011, Sveinn Rúnar Másson.

Fyrir framfarir á árinu 2011, Sigurður Örn Einarsson.

Fyrir framfarir og ástundun á árinu 2011, Salvör Ísberg Jónsdóttir.

Fyrir góða frammistöðu á árinu 2011, Hjalti Sigurðsson.

Efnilegasti kylfingur Nesklúbbsins 2011, Helga Kristín Einarsdóttir.

Uppskeruhátíðin var lokahnykkurinn á þessari vertíð. Æfingar hefjast svo að nýju um áramót.