Helga Kristín í fjórða sæti

Nesklúbburinn Unglingastarf

Sjötta og síðasta stigamót unglinga á Arionbankamótaröðinni fór fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness um síðastliðna helgi.  Leiknar voru 18 holur hvorn dag og var leikfyrirkomulagið að vanda höggleikur.  Einungis einn kylfingur fór að þessu sinni frá Nesklúbbnum í mótið sem er óvenju lítið miðað við undanfarin mót.  Helga Kristín Gunnlaugsdóttir keppti í flokki stúlkna 15 – 16 ára og endaði þar í fjórða sæti sem er frábær árangur.  Að laugardeginum loknum var hún í 8. – 9. sæti en á sunnudaginn náði hún þriðja besta skori dagsins í sínum flokki og hífði hún sig þannig upp um fimm sæti.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá Helgu Kristínu og verður spennandi að fylgjast með henni á næsta ári þar sem að hún á ennþá eitt ár eftir í þessum aldursflokki.