Úrslit í mótinu á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt

Fjórða og næstsíðasta mótið í októbermótaröðinni var haldið í ágætis veðri á sunnudaginn.  Tuttugu og fimm kylfingar skráðu sig til leiks sem er ágætis mæting miðað við árstíma.  Mótið er eins og áður hefur komið fram hluti af mótaröð sem að foreldraráð klúbbsins stendur fyrir og rennur ágóði mótanna óskiptur til æfingaferðar unglinga fyrir næsta tímabil.  Helstu úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

1. sæti – Stefán Örn Stefánsson – 21 punktur

2. sæti – Steini Steina – 20 punktar

3. sæti – Jónina Sigmarsdóttir – 20 punktar

Þar sem að Steini og Jónína voru jöfn var reiknað út miðað við síðustu sex holurnar samkvæmt keppnisskilmálum Nesklúbbsins.  þar hafði Steini betur en hann náði þar 16 punktum á meðan að Jónína náði 13 punktum.  Steini hlýtur því 2. sætið og Jónína það þriðja.  Vinningshafar geta sótt vinninga sína í mótinu nk. sunnudag.

Næsta mót sem jafnframt verður það síðasta verður haldið sunnudaginn 30. október ef veður leyfir og verður auglýst nánar hér á síðunni þegar nær dregur.