Unglingamót á morgun miðvikudag

Nesklúbburinn Unglingastarf

Á morgun, miðvikudaginn 6. júlí fer fram unglingamót í fyrsta skipti í allmörg ár Nesvellinum.  Mótið er innanfélagsmót fyrir alla krakka- og unglinga 15 ára og yngri og verða leiknar 9 holur í punktakeppni.  Mótið hefst klukkan 11.00 og fá krakkarnir forgang á fyrsta teig.  Reiknað er með að það verða um fjórir til fimm ráshópar og mun Oddur Óli Jónasson meistaraflokkskylfingur fylgja þeim í gegnum hringinn svo allt gangi sem best fyrir sig.  Kylfingar eru beðnir um að sýna krökkunum tillitssemi á meðan á mótinu stendur.