Óli Lofts í Golfing World

Nesklúbburinn Almennt

Í Golfing World í kvöld sem sýndur verður á SkjáGolfi er viðtal við íslenska kylfinginn Ólaf Loftsson. Ólafur hélt til Bandaríkjanna í háskóla árið 2009 og hefur með tímanum getið sér gott orð fyrir frábæra spilamennsku í golfinu vestanhafs. Hann er í 115. sæti í heiminum yfir áhugamannakylfinga og ætlar sér að gerast atvinnumaður í golfi árið 2012. Hann á sér þann draum æðstan að spila í PGA mótaröðinni en íslenskur kylfingur hefur aldrei náð þeim árangri.