Þrátt fyrir tiltölulega mikið rok var mæting á Opna Þjóðhátíðardagsmótið sem haldið var á Nesvellinum í dag mjög góð, en 110 kylfingar voru skráðir til leiks. Mótið sem haldið var í samstarfi við ICELANDAIR heppnaðist afar vel og sáust mjög góð tilþrif kylfinga inn á milli. Senuninni stal þó að öllum öðrum ólöstuðum Ólafur Björn Loftsson, margafaldur klúbbmeistari Nesklúbbsins en hann lék á 63 höggum, 9 höggum undir pari vallarins og aðeins tveimur höggum frá vallarmetinu sem hann á sjálfur. Ólafur lék fyrri níu holurnar á 34 höggum eða tveimur höggum undir pari en skipti heldur betur um gír á seinni níu holunum sem hann lék á 29 höggum. Þess má til gamans geta að á 12 holu kom Hrefna unnusta Ólafs og gekk með honum það sem eftir lifði hrings honum til stuðnings. Þessar 7 holur sem hún gekk með, lék Ólafur á 7 höggum undir pari þar sem hann fékk 5 fugla og einn örn. Það má því væntanlega búast við að Hrefna komi fyrr leiks í næsta móti. Helstu úrslit mótsins urðu annars eftirfarandi:
Höggleikur:
1. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK – 63 högg
2. sæti – Haukur Óskarsson, NK – 69 högg
3. sæti – Oddur Óli Jónasson, NK – 72 högg
Punktakeppni:
1. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK – 41 punktur
2. sæti – Haukur Óskarsson, NK – 41 punktur
3. sæti – Hulda Bjarnadóttir, NK – 41 punktur
Nándarverðlaun:
2./11. hola – Kristinn Ingi Jónsson, NK – 1,88 metra frá holu
5./14. hola – Jónatan Jónatansson, NK – 1,57 metra frá holu
8./17. hola í tveimur höggum – Haukur Óskarsson ,NK – 80 cm frá holu
Nánari úrslit úr mótinu má sjá á golf.is