OPNA FORVAL KVENNAMÓTIÐ – ÚRSLIT

Nesklúbburinn Kvennastarf

Opna Forval kvennamótið fór fram á Nesvellinum í dag.  Mjög fínt veður var í morgun en eftir hádegið fór að blása töluvert og nokkrir dropar komu við og við.  Frábær þátttaka var í mótinu en 102 konur skráðu sig til leiks sem líklega er met í kvennamóti á Nesvellinum.  Að móti loknu fór svo fram glæsileg verðlaunaafhending yfir borðhaldi fjölda kvenna úr mótinu.  Mótinu var skipt í tvo forgjafarflokka, A-flokk sem var forgjöf 0 – 24 og B-flokk sem var forgjöf 25 – 42 og var miðað við vallarforgjöf.  Í B-flokki sigraði Ellen Rut Gunnarsdóttir úr Nesklúbbnum.  Þetta var fyrsta mót Ellenar en hún sýndi oft á tíðum glæsileg tilþrif í dag þar sem hún fékk 43 punkta.  Þess má geta að Ellen hefur ekki langt að sækja hæfileikana því hún er eiginkona Nökkva Gunnarssonar golfkennara Nesklúbbsins.  Verðlaunahafar mótsins urðu eftirfarandi:

Nándarverðlaun:

2./11. hola – Ragnheiður Friðriksdóttir, GÁS – 1,03 Metra frá holu

5./14. hola – Soffía Vernharðsdóttir, GO – 7,04 Metra frá holu

Lengsta upphafshögg á 6. holu – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir – NK

BESTA SKOR: Erla Pétursdóttir, GO – 85 Högg

Punktakeppni, B-FLOKKUR

1. sæti – Ellen Rut Gunnarsdóttir, NK – 43 punktar

2. sæti – Anna María Sigurðardóttir, GO – 41 punktur

3. sæti – Sigrún Ólafsdóttir, GR – 41 punktur

Punktakeppni, A-FLOKKUR

1. sæti – Jóhanna Waagfjörð, GR – 39 punktar

2. sæti – Hlíf Hansen, GO – 38 punktar

3. sæti – Aldís Björg Arnardóttir, GO 38 punktar