Hola 6 | Par 4 | Forgjöf 5/6 | 331 | 291 |
Grágæs hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Hún verpir aðallega í kringum Daltjörn. Grágæsin er þurftarfrekur fugl og getur gert skaða sérstaklega á flötum þegar hún stingur niður nefinu til að rífa upp rætur. Gæsir verpa 4-6 stórum hvítum eggjum.
Sjötta brautin er 331 m löng par 4. Á brautinni eru tvær flatarglompur og þrír lágir hólar. Við flötina eru tvær glompur. Flötin er upphækkuð með palli efst. Sjötta og fimmta brautin eru einu brautirnar sem ekki hafa vallarmörk á aðra eða báðar hliðar.