Braut 1 – Æðarfugl

Hola 1 Par 4 Forgjöf 15/16 266 256

hola 1


Æðukolla

Æðarfugl er karlfuglinn bliki og kvenfuglinn kolla. Um tuttugu æðardúnshreiður finnast árlega á Suðurnesi. Æðarfugl er stór kubbslegur fugl. Kollan gerir hreiður með litlu skjóli en reitir af sér dún til að halda hita á stórum grágrænum eggjunum. Æðarkollur koma ár eftir ár á sama varpstaðinn. Ein þeirra hefur verpt á miðja fyrstu braut í nokkur ár. Tvær eru við suðurhlið brautarinnar og ein yst við endann móts við æfingarsvæðið. Æðarfugl þarf að labba frá sjó þegar hann velur sér hreiðurstað.

Fyrsta brautin er breið par 4 og 266 m löng. Hún hefur þrjá kolla ásamt þremur glompum um sextíu metrum frá flöt. Í brautina myndast grófar rákir á hverju ári vegna frostslyftingar. Vallarmörk eru við norðurhlið og fyrir endann nálægt teig vestur af brautinni.