Braut 3 – Svanur

Hola 3 Par 5 Forgjöf 1/2 447 416

hola 3


Svanur

Svanur eða álft hefur orpið í hólmanum í Bakkatjörn frá aldarmótum. Hólminn var settur í Bakkatjörn um miðjan tíunda áratuginn. Svanaparið hefur komið upp um 4-5 ungum á hverju ári. Á vorin safnast margir svanir saman á Bakkatjörn en svanaparið hrekur afkomendur sína burtu áður en varp hefst. Stundum sjást svanir á Daltjörn sérstaklega á vorin.

Þriðja brautin er 447 m löng par 5. Hún hefur þrengingu um miðja braut með vatnstörfæru til hægri og vallarmörk til vinstri. Fyrir framan flöt er nokkuð stór en flöt glompa. Annars er gott rými kringum flata flöt. Þriðja braut er erfiðasta braut vallarins.