Hola 2 | Par 3 | Forgjöf 17/18 | 108 | 92 |
Krían er algengasti varpfugl á Suðurnesi. Krían kemur á Suðurnesið um 10. maí ár hvert. Mánuði síðar hefur hún varp. Ef æti er nóg verpir hún tveimur eggjum. Ef varpið mistekst getur hún orpið aftur seint í júnímánuði. Krían verpir alls staðar milli brauta vallarins en aðallega kringum Daltjörn og í kringum vélageymsluna suður af hæðinni.
Önnur braut er stutt par 3, 108 m löng. Fyrir framan flötina er hóll og hallar flötin frá höggstefnunni. Aðrar hindranir eru ekki nema að vallarmörk sem eru mjög nærri enda flatarinnar.