Braut 7 – Margæs

Hola 7 Par 5 Forgjöf 7/8 451 381

hola 7


Margæs

Margæs er gestur á Suðurnesi. Hingað kemur hún í flokkum á vorin á leið vestur um haf. Hún setur mikinn svip á völlinn þegar fuglarnir þekja brautir vallarins og skilja eftir sig ansi mikinn úrgang. Hópurinn er oft svo þéttur að kylfingar þurfa að smala þeim frá áður en þeir geta greitt boltanum högg. Margæs étur marhálm sem er graskennd jurt sem vex í fjöru austur af Suðurnesi. Marhálmur var áður þurrkaður og hafður sem einangrun í húsum.

Sjöunda er par 5, 451 m löng braut sem liggur meðfram sjó suðvesturhluta Suðurness. Fjórar glompur eru kringum flötina. Erfiðleikar brautarinnar liggja í að vallarmörk eru á suðurhlið brautar og vindur blæs oft af norðri á Seltjarnarnesi.