Sveitakeppni GSÍ – NK konur í góðum málum

Nesklúbburinn Almennt

Sveitakeppni GSÍ fer fram nú um helgina, karlasveitin leikur í 2. deild á Strandarvelli við Hellu en kvennasveitin í 1. deild á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.

Kvennasveitin hefur staðið sig með ágætum og nú þegar er ljóst að sveitin heldur sæti sínu í deildinni sem er frábær árangur. Þetta varð ljóst eftir að sveitin lagði Leyni örugglega með fjórum vinningum gegn einum í dag. Síðasti leikurinn hjá konunum er í fyrramálið gegn Golfklúbbi Suðurnesja og með sigri tryggja þær sér 5. sætið í 1. deild.

Körlunum hefur ekki gengið jafn vel en þeir sigla nú lygnan sjó um miðja aðra deild. Þeir unnu þó Golfklúbb Sandgerðis örugglega í dag og spila í fyrramálið við Golfklúbbinn Odd um 5. sætið.

Úrslit allra leikja og nánari stöðu má sjá á golf.is.