Opnuð hefur verið ný heimasíða Nesklúbbsins. Fyrirtækið 25rammar ehf sá um gerð hennar og er markmiðið vefsíðunnar að skapa fræðandi og skemmtilegan samskiptamiðil þar sem hægt er að koma fréttum á framfæri.
Tilgangur hennar er að fyrst og fremst að veita klúbbsmeðlimum NK betri upplýsingaveitu um starfsemi NK en jafnframt að hægt sé að skapa góða heimildaskrá fyrir alla þá viðburði, mót og fundi á vegum NK. Á vefnum eru myndaalbúm sem innihalda myndir allt frá stofnun klúbbsins og eflaust þykir kylfingum NK gaman að kynna sér betur sögu klúbbsins síns.
Við hvetjum einnig alla félaga NK að skrá sig á póstlista NK þannig að þeir fá allar nýjustu fréttirnar af starfi NK beint í netpóstinn sinn.