Veislusalur til útleigu

Nesklúbburinn Almennt

Veislusalur golfskálans er afar glæsilegur og með stórkostlegu útsýni.  Salurinn er til útleigu yfir vetrartímann og er tilvalinn fyrir minni/millistór fyrirtæki og hópa.  Hann hentar mjög vel fyrir margvísleg tilefni eins og jólahlaðborð, afmæli, fermingar, skírnir og aðrar upphákomur.  Salurinn hentar mjög vel fyrir 30 – 65 manns, en tekur allt að 90 í sæti.

Stjórn klúbbsins setur skilyrði um tilefni og framkvæmd veislna sem haldnar eru í klúbbhúsinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristján í síma: 699-1534.  Einnig má senda fyrirspurn á netfangið: kristjanbhar@gmail.com