Einvígið á Nesinu verður haldið á mánudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 26. sinn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., verður eins og áður á frídegi verslunarmanna, nú mánudaginn 1. ágúst. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.

Einvígið hefst stundvíslega kl. 13.00 og verður fyrirkomulagið í Einvíginu þannig að fyrstu tvær holurnar í einvíginu verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna “shoot-out” fyrir þá sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut.

Við hvetjum alla áhugasama til að koma og fylgjast með okkar fremstu kylfingum leika í þágu góðs málefnis.

Það er sjóðastýringarfélagið STEFNIR sem er styrktaraðili Einvígisins á Nesinu í ár og mun í mótslok afhenda Einstökum börnum ávísun upp á eina milljón króna.

Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022

Aron Snær Júlíusson
Birgir Leifur Hafþórsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Gunnlaugur Árni Sveinsson
Hlynur Bergsson
Magnús Lárusson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir

Sigurvegarar frá upphafi:

1997      Björgvin Þorsteinsson
1998      Ólöf María Jónsdóttir
1999      Vilhjálmur Ingibergsson
2000      Kristinn Árnason
2001      Björgvin Sigurbergsson
2002      Ólafur Már Sigurðsson
2003      Ragnhildur Sigurðardóttir
2004      Magnús Lárusson
2005      Magnús Lárusson
2006      Magnús Lárusson
2007      Sigurpáll Geir Sveinsson
2008      Heiðar Davíð Bragason
2009      Björgvin Sigurbergsson
2010      Birgir Leifur Hafþórsson
2011      Nökkvi Gunnarsson
2012      Þórður Rafn Gissurarson
2013      Birgir Leifur Hafþórsson
2014      Kristján Þór Einarsson
2015       Aron Snær Júlíusson
2016       Oddur Óli Jónasson
2017       Kristján Þór Einarsson
2018       Ragnhildur Sigurðardóttir
2019       Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2020       Haraldur Franklín Magnús
2021       Guðmundur Ágúst Kristjánsson