Arnar Friðriksson, félagi í Nesklúbbnum og formaður vallarnefndar klúbbsins fór holu í höggi á 2. braut á Nesvellinum í dag. Arnar notaði 9 járn við höggið og sagði hann það afar vel hitt og leit allan tímann vel út þó svo hann hafi ekki séð boltann akkúrat þegar hann datt í holuna. Þetta var í fyrsta skipti sem Arnar fer holu í höggi og óskar klúbburinn honum að sjálfsögðu til hamingju með afrekið.