ÚRSLIT Í OPNA ÚRVAL-ÚTSÝN

Nesklúbburinn

Opna Úrval-Útsýn mótið fór fram á Nesvellinum í dag.  Stíf norðvestan átt og dálítil rigning settu svip sinn á leik þeirra sem fóru út fyrir hádegi en uppúr hádegi lægði töluvert og sólin lét sjá sig í skamma stund.  Þegar líða tók á daginn rauk vindurinn svo upp aftur og gerði það kylfingum töluvert erfitt fyrir.  Þrátt fyrir fjölbreytilegt veður sáust ansi góðar tölur og voru til að mynda þrjú efstu sætin í punktakeppni öll með yfir 40 punkta.  Í höggleiknum sigraði Nökkvi Gunnarsson á 67 höggum eftir frábæran seinni hring.  Fjöldinn allur af aukaverðlaunum var í boði í mótinu og má þar m.a. nefna lengstu upphafshögg karla og kvenna á 7. braut, nándarverðlaun á par 3 holum og verðlaun fyrir að vera næst/ur holu í tveimur höggum á 8./17 braut.  Þá var dregið úr skorkortum í mótslok.

Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:

Lengsta upphafshögg á 7. braut (konur): Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, NK
Lengsta upphafshögg á 7. braut (karlar): Sigurjón Sigmundsson, GÁS

Nándarverðlaun:

2./11. hola: Grímur Rakari, GÓ – 121,5 CM
5./14. hola: Gunnar Geir Baldursson, NK – 175 CM
8./17. hola: Þórður Ingi Jónsson, GK- 73 CM

Punktakeppni:

1. sæti – Kjartan Ólason, GOS – 43 punktar
2. sæti – Anna Lilja Pálsdóttir, GR – 42 punktar
3. sæti – Hinrik Þráinsson, NK – 42 punktar

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK – 67 högg
2. sæti – Oddur Óli Jónasson, NK – 70 högg
3. sæti – Sigurður Sturla Bjarnason, GR – 74 högg – Eftir þriggja holu bráðabana