FUNDARBOÐ
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2022
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins verður haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 19.30.
Dagskrá:
- Fundarsetning
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Lögð fram skýrsla formanns
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.*
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga skv. 9. gr. laga.
- Önnur mál.
Fundargögn, sbr. framboð til stjórnar, lagabreytingar og ársskýrsla félagsins 2022, þ.m.t. ársreikningur verður birt á heimasíðu klúbbsins eigi síðar en föstudaginn 25. nóvember. Fundurinn verður pappírslaus með öllu og er fundargestum er því ráðlagt að kynna sér gögnin þar.
Seltjarnarnesi 18. nóvember 2022
Stjórnin
*Samkvæmt 17. gr. laga NK skal kynna framkomnar tillögur til lagabreytinga í aðalfundarboði. Tvær tillögur til lagabreytinga hafa borist innan settra tímamarka frá Birni B. Björnssyni. Tillögurnar, sem verða bornar undir fundinn til afgreiðslu eru þessar:
TILLAGA 1:
Að á 17. gr. laganna verði gerð sú breyting að í stað 1. október komi 1. nóvember. Þetta er breyting varðandi tímamörk á því hvenær tillögur til breytinga á lögum félagsins skuli berast stjórn félagsins hverju sinni.
TILLAGA 2:
Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein:
Á aðalfundi gerir formaður grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi félagsins á væntanlegu starfsári. Einnig skal kynna fjárhagsáætlun og fyrirhugaðar kostnaðarsamar nýframkvæmdir. Tillögur um útgjöld sem eru umfram tekjur ársins skal bera upp á aðalfundi og þarf 2/3 fundarmanna að samþykkja slíka tillögu til að hún nái fram að ganga.