Skráum okkur á rástíma

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn,

Veðurblíðan virðist engan enda ætla að taka og á meðan ekki frystir svo um munar viljum við leyfa þeim fjölmörgu félagsmönnum sem enn eru að mæta út á völl að spila inn á sumarflatir.  Það eru þó þrjú skilyrði sem verður að fylgja.

  1. Gerum við boltaför á flötunum.  Nú reynir á að taka höndum saman og það snýst ekki bara um að gera við eigið boltafar heldur öll þau  sem við sjáum.  Þetta er grunnforsenda þess að hægt er að halda flötunum opnum því boltafar sem skilið er eftir á þessum árstíma myndar skemmd sem varir fram á næsta sumar.
  2. Það eru vetrarreglur – reynum að slá sem minnst á brautunum, færum boltann út í kargann og setjum torfusnepla í förin
  3. Skráum okkur alltaf á rástíma – þetta er mikilvægt upp á alla talningu

Svo þarf ekki að taka það fram, en við gerum það nú samt, að völlurinn er eingöngu opinn fyrir félagsmenn.

Opnað verður inn á salerni þegar tilefni þykir til og miðast það þá kannski einna helst útfrá veðurspá og þá um leið fjölda skráðra rástíma fyrir þann daginn.

Vallarnefnd