Vetrarnámskeið hjá Magnúsi Mána á Nesvöllum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Magnús Máni Kjærnested býður upp á vetrarnámskeið í okkar frábæru inniaðstöðu á Nesvöllum sem hefjast strax eftir áramótin. Um er að ræða alhliða golfnámskeið sem hentar vel kylfingum á öllum getustigum. Tilvalið fyrir hjón eða vinahópa.

Námskeiðið er einu sinni í viku og stendur yfir í 8 vikur. Að hámarki geta verið 4 kylfingar í hverjum hópi.

Tímasetningar í boði eru þriðjudagar og fimmtudagar klukkan 17.30 og 18.30.

Verð á námskeiðið er 45.000.- kr á hvern kylfing.

Bókanir eru á netfanginu maggi@gaedagolf.is