Öldungabikarinn er stórskemmtilegt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur. Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér). Leikdagar eru 18., 19. og 20. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga.
Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem eru 50 ára og eldri (almanaksárið telur þannig að það er nóg að verða 50 ára á árinu) geta tekið þátt. Keppendum er raðað í upphafi eftir forgjöf en síðan eftir vinningum. Þeir keppa innbyrðis sem eru næstir í röðinni eftir hvern hring. Sá vinnur sem er efstur á listanum eftir 6 hringi.
Athugið að hámarksfjöldi þáttakanda í mótinu er 48 og er mikilvægt með að þeir sem skrá sig geti tekið þátt alla dagana.
Veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið og til þess sem færir sig um flest sæti upp á við.
Skráning hefst í dag, mánudaginn 11. júlí og stendur til mánudagsins 18. júlí kl. 15.00 á golfbox eða með því að smella hér.
þátttökugjald: kr. 4.500 og er innifalin súpa og brauð í mótslok á fimmtudeginum.