Púttmótið 20. mars – úrslit og heildarstaða

Nesklúbburinn Almennt

Mjög góð þátttaka var í púttmóti klúbbsins í dag sem haldið var að venju í laugardalshöllinni.  Þrír kylfingar urðu efstir og jafnir á 28 höggum, þeir Rúnar Geir Gunnarsson, Dagur Jónasson og Haukur Óskarsson.  Að loknum útreikningum stóð Rúnar Geir uppi sem sigurvegari, Dagur í öðru sæti og Haukur í því þriðja.  Þess ber að geta að næsta sunnudag verður ekki púttmót sökum útleigu laugardalshallarinnar og verður næsta púttmót því sunnudaginn 3. apríl.  Stigagjöf dagsins var eftirfarandi:

12 stig – Rúnar Geir Gunnarsson

10 stig – Dagur Jónasson

8 stig – Haukur Óskarsson

7 stig – Valur Guðnason

6 stig – Guðmundur Örn Árnason

5 stig – Þórarinn Gunnar Birgisson

4 stig – Steinn Baugur Gunnarsson

3 stig – Einar M. Einarsson

2 stig – Örn Baldursson

1 stig – Haraldur Kristjánsson

Í heildarstigagjöfinni urðu nokkrar sviptingar þar sem meðal annars Dagur Jónasson stakk sér upp fyrir Guðmund Örn Árnason og tók þannig forystu.  Einungis þrjú mót eru eftir og stefnir allt í mjög spennandi keppni á lokasprettinum.  Heildarstaðan að loknu móti dagsins er eftirfarandi:

1. sæti -Dagur Jónasson – 73,5 stig

2. sæti -Guðmundur Örn Árnason – 71,5 stig

3. sæti – Valur Guðnason – 69,5 stig

4. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 62 stig

5. sæti – Ágúst Þorsteinsson – 41 stig

6. sæti – Haukur Óskarsson – 32,5 stig

7. sæti – Arnar Friðriksson – 29,5 stig

8. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson – 29 stig

9. sæti – Gunnlaugur Jóhannsson – 18 stig

10. – 11. sæti – Örn Baldursson – 17 stig

10. – 11. sæti – Einar M. Einarsson – 17 stig