Á laugardaginn verður haldið innanfélagsmót til styrktar ferðasjóðs unglinga. Leiknar verða 9 holur og leikfyrirkomulagið punktakeppni með fullri forgjöf. Vetrarreglur verða í gildi, þ.e. boltinn færður út í kargann eða tíað upp á brautum og leikið verður inn á vetrarflatir. Hægt er að mæta og byrja að spila á milli kl. 11.00 og 14.00. Þátttökugjald kr. 1.000 og verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
Á milli kl. 11.00 og 13.00 er svo hið vikulega getraunakaffi úti í golfskála. Heitt á könnunni og nýbakaðar pönnukökur og rennur allur ágóði til styrktar ferðasjóðs unglinga.
Síðastliðinn sunnudag buðu unglingarnir upp á bílabón og rann ágóðinn af því til ferðasjóðsins. Unglingarnir vilja þakka þeim fjölmörgu sem mættu með bíla sína, keyrðu í burtu á tandurhreinum bílum með bros á vör og styrktu um leið gott málefni.
Unglinganefnd