Úrslit í styrktarmóti dagsins

Nesklúbburinn Unglingastarf

Rúmlega 30 kylfingar mættu í fyrsta vormót ársins sem haldið var í dag til styrktar unglinga úr klúbbnum sem leið eru í æfingaferð til Spánar í næstu viku.  Veðurblíða var á Nesinu í dag og létu þeir kylfingar sem mættu til leiks mjög vel af þessu framtaki hjá þeim sem að mótinu stóðu.  Leikið var punktafyrirkomulag með fullri forgjöf og urðu úrslit eftirfarandi:

1. sæti – Axel Friðriksson – 23 punktar

2. sæti – Valur Guðnason – 21 punktur

3. sæti – Karlotta Einarsdóttir – 21 puktur

Ofangreindir geta nálgast verðlaun sín í næsta móti sem haldið verður að viku liðinni ef veður leyfir og verður tilkynnt hér á síðunni þegar nær dregur.