Inntaka nýrra félaga

Nesklúbburinn Almennt

Stjórn klúbbsins hefur nú samþykkt umsóknir nýrra félaga fyrir árið 2011.  Einungis 17 meðlimir hættu í klúbbnum í vetur sem þýðir að 17 nýjum kylfingum hefur nú verið boðin félagsaðild.  Ef einhver af viðkomandi afþakkar boðið verður þeim 18. á listanum boðið að gerast meðlimur og svo koll af kolli.

Undanfarin ár hefur verið sent bréf til þeirra sem ekki hafa komist að og þeim gert skylt að staðfesta/framlengja umsókn sína hafi viðkomandi haft hug á.  Í ljósi þess gríðarlega fjölda fólks sem á biðlistanum er hefur verið ákveðið að senda einungis bréf á þá 50 efstu sem á eftir þeim koma sem boðið verður aðild í klúbbinn.  Engar umsóknir verða teknar út af listanum heldur mun þetta veltast svona áfram næstu ár.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi umsóknir og inntöku nýrra félaga vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra á haukur@nkgolf.is eða í síma 860-1358.