Í framhaldi af síðasta púttmóti vetrarins var Lokamótið haldið en þátttökurétt í það höfðu allir þeir kylfingar sem endað höfðu í efstu þremur sætunum í einhverju af púttmótum vetrarins. Í lokin höfðu 15 kylfingar unnið sér inn þátttökurétt og mættu 11 til leiks. Mótafyrirkomulag var þannig að fyrst var leikinn 18 holu höggleikur. 8 efstu úr höggleiknum fóru svo í útsláttarkeppni þar sem leikin var holukeppni. Úrslit urðu eftirfarandi:
Höggleikur:
1. sæti – Haukur Óskarsson – 30 högg
2. sæti – Þórarinn Gunnar Birgisson – 30 högg
3. sæti – Nökkvi Gunnarsson – 31 högg
4. sæti – Valur Guðnason – 31 högg
5. sæti – Guðmundur Örn Árnason – 31 högg
6. sæti – Ágúst Þorsteinsson – 32 högg
7. sæti – Gunnlaugur Jóhannsson – 33 högg
8. sæti – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir – 34 högg.
8 manna úrslit – holukeppni – útsláttarfyrirkomulag
Haukur á móti Helgu Kristínu – Helga vann 2/1
Valur á móti Guðmundi – Valur vann 2/1
Ágúst á móti Nökkva – Ágúst vann 2/0
Gunnlaugur á móti Þórarni – Þórarinn vann 3/2
Undanúrslit:
Helga Kristín á móti Vali Guðnasyni – Helga vann á þriðju holu í bráðabana
Þórarinn á móti Ágústi – Ágúst vann 1/0
Keppni um þriðja sætið:
Valur vann Þórarinn 5/3
Úrslit:
Ágúst vann Helgu Kristínu á fyrstu holu í bráðabana