Kæru NK konur,
Við viljum minna ykkur á að Kick-off fundurinn okkar er handan við hornið, eða þriðjudaginn 5.maí kl. 18. Undirtektir hafa verið góðar en skráningu líkur kl. 16 á mánudag.
Ásamt því að koma saman og borða létta máltíð verður farið yfir nýjar reglur vallarins. Einnig verður farið yfir mót sumarsins sem nefndin stendur fyrir. Boðið verður upp á tískusýningu frá Abacus, Company og JLindeberg sem sýna okkur allt það nýjasta í golftískunni. Einnig verða ýmsir skemmtilegir golf fylgihlutir til sölu á góðu verði. Boðið verður upp á austurlenska kjúklingasúpu með brauði og salati að hætti Veislunnar á góðu verði eða kr. 1.820.-
Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á vettvang til að koma saman, kynnast og sameinast um kröftugt spilasumar. Við bjóðum nýja meðlimi klúbbsins sérstaklega velkomna. ( Þær sem eiga eftir að skrá sig geta skráð sig hér).
Við hlökkum til að sjá ykkur allar!
Bestu kveðjur,
Kvennanefndin
Bryndís, Fjóla, Hildur og Tóta.