Kick-off kvöld NK kvenna

Nesklúbburinn Almennt, Kvennastarf, Póstlistar konur

Kæru NK konur,

Nú fer að styttast í að golfsumarið hefjist. Það þýðir að nú er komið að hinu árlega Kikk-off kvöldi okkar sem haldið verður þriðjudaginn 6. maí kl.18.00.

Ætlunin er fyrst og fremst að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð.  Hámarksfjöldi er 80 NK konur og því gott að skrá sig sem fyrst.

Skráning er hafin inni á Golfbox og er skráningarfrestur til 4. maí kl. 17.00.  Til að skrá sig er hægt að smella hér.

Verð er kr. 5.500 og er innifalið fordrykkur og matur.  Greitt er í gegnum Golfbox.

Vipp-meistari og Pútt-drottning vetrarins verða krýndar og við verðum með óvæntan glaðning og uppákomu. Við förum yfir mót sumarsins og nýjungar sem kvennanefndin stendur fyrir ásamt því að renna yfir fyrirhugaðar breytingar á vellinum. o.fl. Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á að styrkja tengslin og sameinast um kröftugt spilasumar. Sérstaklega viljum við bjóða nýjar félagskonur velkomnar, en þetta kvöld er tilvalið til þess að kynnast og sjá hvað hið öfluga kvennastarf klúbbsins hefur upp á að bjóða.

Hlökkum til að sjá ykkur og hefja golfsumarið saman.
kveðja, Fjóla, Elsa, Inga og Elín