Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2018

Nesklúbburinn

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins verður haldinn í golfskála félagsins fimmtudaginn 29. nóvember nk. kl. 19.30.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  3. Lögð fram skýrsla formanns
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.
  7. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
  8. Ákveðið árgjald félaga fyrir næsta starfsár.
  9. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðenda reikninga skv. 9. gr. laga.
  10. Önnur mál.

Kjörnefnd fundarins bárust framboð frá sjö einstaklingum til stjórnar en kosið verður um fjögur sæti í aðalstjórn, þar af þrjú til tveggja ára og eitt til eins árs. Þau sem gefa kost á sér eru: 

Til formanns: Kristinn Ólafsson

Til stjórnar:

Árni Vilhjálmsson
Dagur Jónasson
Garðar Jóhannsson
Jóhann Karl Þórisson
Oddur Óli Jónasson
Stefán Örn Stefánsson
Þuríður Halldórsdóttir

Frambjóðendum mun gefast kostur á að kynna sig á heimasíðu klúbbsins og verða þær kynningar birtar eftir helgi.